Greiningardeild Landsbankans metur Glitni á 27,2 krónur á hlut en markaðsgengið er 29,2 við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Hún mælir með því að fjárfestar minnki hlut sinn í Glitni þrátt fyrir góðan árangur undanfarið og jákvæðar langtímahorfur.

Áætlað V/H hlutfall Glitnir fyrir 2007 er 13,3 en 12,1 fyrir 2008. ?Hlutfallið er hærra en hlutföll sambærilegra norrænna banka og sama gildir um P/B (markaðsvirði/bókfært virði) sem er eins og stendur 2,8. Að frádreginni viðskipavild er hlutfallið þó heldur hærra eða 4,1 sem gerir samanburð við norrænna banka enn óhagstæðari. Við teljum verð félagsins heldur hátt ,? segir greiningardeildin.

Uppgjör Glitnis fyrir annan ársfjórðung var á heildina litið heldur undir væntingum greiningardeildar Landsbankans en vegna meiri gengishagnaðar en hún spáðum var hagnaður yfir væntingum.