Greiningardeild Landsbankans hefur uppfært verðmat sitt á Atorku Group í 6,24 krónur á hlut, sem er 13% en fyrra verðmat í kjölfar aðgreiðslu sem nemur 110% af nafnverði hlutafjár eða rúmlega 14% af markaðsverði í lok aðalfundardags.

Gengi Atorku Group var 6,71 krónur á hlut við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Mælt er með að fjárfestar minnki hlut sinn í félaginu og undirvogi í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska hlutabréfamarkaðnum.

?Frá útgáfu síðasta verðmats þann 28. febrúar og fram að aðalfundi, sem haldinn var á þriðjudag, hækkuðu bréf Atorku um rúmlega 5%. Lækkun bréfanna í gær nam einungis 12,6% þrátt fyrir að arðgreiðslan hafi numið rúmlega 14% af markaðsverði,? segir greiningardeildin.