Greiningardeild Landsbankans mælir með því að langtímafjárfestar taki þátt í útboði Icelandair Group Holding en telur að áhættusamt að veðja á skjótan ávinning vegna erfiðra aðstæðna á hlutbréfamarkaði sem skapast meðal annars af háu vaxtastigi og góðrar ávöxtunar á innlendum skuldabréfamarkaði.

?Við mat okkar á Icelandair Group Holding erum við fyrst og fremst að skoða hvort reksturinn og virði flugvélakaupasamninga standi undir því gengi sem fjárfestum stendur nú til boða í frumútboði félagsins. Niðurstaðan er sú að við teljum að svo sé og er þá miðað við bókfært virði flugvélasamninga Icelease (4,2 milljarðar króna),? segir greiningardeildin.

?Skilyrði til flugrekstrar eru almennt góð og horfur eru áfram góðar á næsta ári. Samningar um flugvélakaup og -leigu voru gerðir á hagstæðum tíma og gætu skilað félaginu ágætum hagnaði,? segir greiningardeildin.