?Okkar fyrstu viðbrögð eru því að mæla með kaupum í bankanum,? segir greiningardeild Glitnis um Föroyja banki en Landstjórn Færeyja hyggst selja allt að 66% hlut í bankanum og skrá í Kauphöllina á Íslandi og Kaupmannahöfn.

?Að teknu tilliti til helstu kennitalna rekstrar og efnahags bankans virkar Føroya Banki spennandi kostur fyrir fjárfesta. Bankinn er að vísu lítill m.v. markaðsvirði en að okkar mati mun hann fyrr en seinna verða hluti af mun stærri banka og er þá líklegt að íslensku viðskiptabankarnir muni sýna honum talsverðan áhuga,? segir greiningardeildin.

Hún segir heildarhlutafé bankans samanstandi af 10 milljón hlutum og verðið í útboðinu muni liggja á bilinu 162-189 danskar krónur á hlut. Miðað við miðgildið 175,5 danskar krónur á hlut er því virði eigin fjár bankans 1.755 milljónir danskra króna eða um 20 milljarðar króna. Eigið fé í lok mars nam 1.290 milljónir danskra króna og er því V/I hlutfall (e. P/B) að gefnu 175,5 dönskum krónum á hlut um 1,36.

?Fjárhagsleg markmið bankans hljóða upp á 10% árlegan innri vöxt hreinna vaxta- og þóknanatekna til ársins 2010, kostnaðarhlutfall undir 50%, CAD eiginfjárhlutfall 12% og 12% arðsemi eigin fjár eftir skatta,? segir hún.