Greiningardeild Kaupþings hefur hækkað verð sitt á Landsbankanum í 33,3 krónur á hlut úr 29 og tólf mánaða vænt verð í 37 krónur á hlut úr 32,3. Markaðsgengi bankans er 32,1 samkvæmt upplýsingum frá M5. Mælt er með kaupum á bankanum, því vænt verð er 16% hærra en gengi félagsins á útgáfudegi verðmatsins.

?Þessa hækkun má meðal annars rekja til þess að við breytum skiptingu mynta í módelinu sem áhættulausu vextirnir byggja á. Við aukum vægi evrunnar og minnkum vægi íslensku krónunnar vegna aukinna tekna Landsbankans erlendis frá,? segir greiningardeildin.