Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkavör í kjölfar birtingar ársuppgjörs ásamt því að gera afkomuspá fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2007. Metur hún gengi félagsins á 68,5 og hækkar úr 65,8. Markgengið er hækkað í 76 úr 73 krónum á hlut.

?Þar sem markaðsgengi er nú rúmlega 21% undir tólf mánaða markgengi okkar á bréfum Bakkavarar, þá ráðleggjum við að fjárfestar kaupi (Buy) bréf félagsins,? segir greiningardeildin.

?Það sem einkenndi rekstur Bakkavarar á árinu 2006 var mjög sterkt sjóðstreymi í félaginu og var það notað til að vinna á langtímaskuldum félagsins. Þetta hafði þau jákvæðu áhrif fyrir Bakkavör að lánastofnanir félagsins lækkuðu lánaálag félagsins,? segir greiningardeildin.

Þegar litið er til baka á allt árið 2006 kemur í ljós að EBITDA framlegð Bakkavarar var 12,1%. ?Þessi niðurstaða er áhugaverð í ljósi þess að þegar kaupin á Geest voru kynnt í maí 2005 var það ætlun félagsins að ná 12 ? 14% EBITDA framlegð á fjórum til sex árum.

Nú, rúmu ári seinna hafa þeir þegar náð neðri mörkum þessarar áætlunar og það þrátt fyrir breytta framtalsaðferð vegna sölu á fersku og skornu grænmeti til eins viðskiptavinar. Þessi breyting eykur veltu og lækkar EBITDA framlegð félagsins. Með þetta til hliðsjónar höfum við endurskoðað framlegðarspá okkar til framtíðar og hækkað spá okkar úr 12% í 13% frá og með árinu 2008,? segir hún.