Greiningardeild Landsbankans mælir með kaupum og yfirvogun á bréfum Bakkavarar. Verðmat hennar er 71,4 krónur á hlut og tólf mánaða vænt verð 78,8. Lokagengi Bakkavarar í gær var 67,3.

?Afkoma á fyrsta ársfjórðungi var yfir væntingum og útlit fyrir mjög gott ár, ekki síst í ljósi þess að fyrsti ársfjórðungur er að jafnaði slakasti fjórðungur ársins. Bakkavör ætlar sér að vera leiðandi í samþjöppun á breska matvælamarkaðnum á næstunni og styður nýafstaðin endurfjármögnun og heimild til hlutafjáraukningar það,? segir greiningardeildin.

Hún segir að uppfærsla rekstrarspár og lækkun fjármagnskostnaðar koma til hækkunar en á móti kemur styrking krónunnar gangvart pundi undanfarið og almennar vaxtahækkanir í Bretlandi.

Gengi félagsins hefur lækkað um 0,15% í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.