Uppgjör Temis fyrir annan ársfjórðung styður við áður útgefið verðmat greiningardeildar Landsbankans.

Eftir minniháttar uppfærslur er verðmatsgengið 6,80 og 12 mánaða vænt verð 7,98. Lokagengi félagsins þann 2. ágúst var hins vegar 5,67.

"Við mælum með að fjárfestar kaupi bréf félagsins og yfirvogi þau í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska hlutabréfamarkaðnum," segir greiningardeildin.

Hún segir að rekstur Teymis er á áætlun og horfurnar góðar.

"Fjarskiptahlutinn og UT-hlutinn sýna góðan vöxt og talsverður gengishagnaður setur mark sitt á fjórðunginn. Eftir hlutafjárútboð á fyrsta ársfjórðungi er sjóðsstaðan sterk og væntum við fyrirtækjakaupa í UT-hlutanum," segir greiningardeildin.