Greiningardeild Landsbankans mælir með markaðsvogun á bréfum Mosaic Fashions í stað yfirvogunar áður.

Afkoma félagsins á þriðja fjórðungi reikningsársins, sem er frá ágúst til október, var undir væntingum og sjá forvarsmenn Mosaic Fashions ekki fram á viðsnúning fyrr en um næstu páska, að sögn greiningardeildarinnar.

Afkomu spá tískufyrirtækisins hefur verið lækkið í kjölfar uppgjörsins.

?Gengi bréfa Mosaic lækkaði um 13,1% á fjórða ársfjórðungi. Þrátt fyrir sanngjarna verðlagningu í alþjóðlegum samanburði reiknum við ekki með verulegum viðsnúningi í verðþróun bréfa Mosaic fyrr en línurnar fyrir fjórða ársfjórðung skýrast betur,? segir greiningardeildin.