Greiningardeild Landsbankans hefur uppfært verðmat sitt á Glitni og metur bankann á 18 krónur á hlut. ?Í ljósi þess mælum við með kaupum á bréfum félagsins og markaðsvogun í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska markaðnum," segir greiningardeildin.

Hagnaður Glitnis á fyrsta ársfjórðungi nam ríflega 9,1 milljörðum króna og jókst um 140% frá fjórða ársfjórðungi, segir greiningardeildin, en spá hennar hljóðaði upp á um 6,1 milljarð króna í hagnað en frávikið er að mestu vegna meiri þóknanatekna og litlu meiri gengishagnaði en gert var ráðið fyrir í spá.

Vaxtatekjur og rekstrarkostnaður voru í samræmi við spá greiningardeildar Landsbankans.

Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 42% á ársgrundvelli.