Hagnaður Össurar á fyrsta ársfjórðungi nam 0,6 milljónum dollara en greiningardeild Landsbankans reiknaði með 1,3 milljón dollara tapi.

?Frávik spárinnar skýrist helst af tveimur þáttum; annars vegar að engin gjaldfærsla var vegna endurskipulagningar IMP í Bretlandi (1 milljón dollara) og hins vegar að jákvæð tekjuskattsfærsla var hærri en við spáðum," segir greiningardeildin.

Greiningardeild Landsbankans ráðleggur fjárfestum að halda bréfum sínum í Össuri en að undirvoga þau í vel dreifðu eignasafni sem tekur mið af íslenska markaðnum.

Þann 30. mars gaf greiningardeildin út nýtt verðmat á Össur en það hefur verið uppfært vegna uppgjörsins og er verðmatsgengið 107,9 krónur á hlut. Lokagengi Össurar þann 3. maí var 106,5 krónur á hlut, samkvæmt greiningardeildinni.