*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Erlent 21. febrúar 2014 09:26

MMR: 69% andvíg valdaframsali til alþjóðlegra stofnana

Ísland getur ekki gengið í Evrópusambandið án breytinga á stjórnarskrá.

Ritstjórn
Þrátt fyrir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi lagt til inngöngu í Evrópusambandið hefur stjórnarskrá ekki verið breytt þannig Ísland gæti gengið í sambandið.

Samkvæmt könnun MMR eru 68,9% aðspurðra frekar eða mjög andvíg því að stjórnarskrá Íslands verði breytt þannig að Alþingi verði heimilað að framselja hluta íslensks ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana.

Aðeins 14,3% eru frekar eða mjög hlynnt slíkri stjórnarskrárbreytingu um valdframsal en 16,7% eru hvorki hlynnt né andmælt.

Könnunin var gerð 11. - 15. febrúar síðastliðinn og var hún unnin fyrir vefsíðuna Andríki.

Innganga í Evrópusamband þýðir framsal á ríkisvaldi

Lögfræðingar eru almennt sammála um að Ísland geti ekki gengið Evrópusambandið án þess að stjórnarskránni sé breytt. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá er Ísland fullvalda ríki og þær stofnanir sem stjórnarskráin tilgreinir fara með ríkisvaldið.

Um þetta var mikið fjallað þegar Ísland gerðist aðili  samningnum  um Evrópska efnahagssvæðið á árinu 1993. Þá töldu helstu lögfræðingar á sviði stjórnskipunarréttar að í þeim samningi fælist ekki slíkt framsal að það bryti í bága við stjórnarskrá.

Stikkorð: MMR