Aðeins 10% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vilja ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar MMR sem birt var fyrir helgi.

Samkvæmt könnunni eru 54,2% þáttakenda frekar eða mjög andvíg inngöngu í sambandið. Frekar og mjög hlynntir eru 29,6%. Hvorki hlynntir né andvígir eru 18%.

Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar út frá stuðningsmönnum flokkanna kemur í ljós að aðeins 10% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru mjög eða frekar hlynntir inngöngu. Hins vegar eru 77,5% frekar eða mjög andvígir inngöngu.

Svipaða sögu er að segja af framsóknarmönnum. Um 10,2% þeirra eru hlynntir inngöngu í Evrópusambandið, 83,2% eru andvíg og 6,6% eru hvorki fylgjandi né andvíg.

Hlutfall stuðningsmanna Samfylkingarinnar sem eru hlynntir inngöngu er 74,9% en andvígir inngöngu er 7,8%.

Hlutfall þeirra sem eru hvorki andvígir né hlynntir inngöngu í ESB er hæst hjá stuðningsmönnum Pírata og Bjartrar framtíðar.

Hér má sjá niðurstöðurnar í heild sinni.

Stuðningsmenn Framsóknarflokksins
Hlynntir 10,2%, andvígir 83,2%, hvorki né 6,6%.

Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins
Hlynntir 10%, andvígir 77,5%, hvorki né 12,4%.

Stuðningsmenn Samfylkingarinnar
Hlynntir 74,9%, andvígir 7,8%, hvorki né 17,3%.

Stuðningsmenn Vinstrihreyfingingarinnar-græns framboðs
Hlynntir 28,5%, andvígir 43,4%, hvorki né 28,1%.

Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar
Hlynntir 55,8%, andvígir 18,6%, hvorki né 25,6%.

Stuðningsmenn Pírata
Hlynntir 42,7%, andvígir 21,6%, hvorki né 35,7%.