Samkvæmt nýrri könnun MMR vilja 29,6% þátttakenda ganga í Evrópusambandið. Er það nokkuð lægra hlutfall en í eins könnun í janúar þegar 32,3% sögðust vera hlynntir inngöngu í sambandið.

Nú segjast 52,4% vera andvíg inngöngu en hlutfallið var 50% í janúar. Um 18% eru hvorki hlynnt né andvíg aðild.

Spurningin hljóðaði svo: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Ísland gangi í Evrópusambandið (ESB)? Svarmöguleikar voru: Mjög andvíg(ur), frekar andvíg(ur), hvorki andvíg(ur) né hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), mjög hlynnt(ur), veit ekki og vil ekki svara.

Könnunin var framkvæmd dagana 11.-15. febrúar 2014 og svarfjöldi var 983.

Hér má lesa nánar um könnunina.