*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Innlent 13. nóvember 2015 12:55

MNH Holding kaupir helmingshlut í Fiskeldi Austfjarða

Kaup fagfjárfestanna norsku þykja mikil viðurkenning fyrir fiskeldi á Íslandi.

Ritstjórn
Djúpivogur úr lofti.
Haraldur Guðjónsson

MNH Holding í Noregi hefur keypt 50% hlut í Fiskeldi Austfjarða hf. Þetta segir í tilkynningu félagsins. 

MNH Holding er eitt af stærstu fiskeldisfyrirtækjum Noregs sem er í einkaeigu. Félagið segir þessi kaup vera mikla viðurkenningu fyrir fiskeldi á Íslandi.

Fiskeldi Austfjarða hf. er með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Beru- og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50% eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi í Djúpavogi. 

Félagið stefnir að því að vera leiðandi fyrir tæki á Íslandi í framleiðslu á laxfiski en það hefur fengið umhverfisvottunina Aqua Gap, sem er staðfesting á umhverfisvænni eldisstefnu félagsins. 

Stikkorð: Noregur Fiskeldi MNH Holdings