Steven Mnuchin er nú formlega orðinn fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hann sór embættiseið í gærkvöldi. Atkvæðagreiðsla fór fram í öldungardeild bandaríska þingsins þar sem að 53 samþykktu Mnuchin en 47 höfnuðu honum, þar af allir þingmenn Demókrata.

Trump sagði við tilefnið að nýi fjármálaráðherrann myndi berjast fyrir skattalækkunum fyrir millistéttina, fyrir milljónum nýrra starfa og fyrir því að viðhalda fjárhagslegu öryggi.

Mnuchin, sem er 54 ára gamall, sagði við tilefnið að hann lofaði því að beita embættinu í það að skapa störf fyrir Bandaríkjamenn, að berjast gegn fjármögnun hryðjuverkahópa og að gera Bandaríkin glæst á ný.

Upp á síðkastið hefur Mnuchin starfað sem kvikmyndaframleiðandi og hefur verið viðskiptafélagi Trumps í háa herrans tíð. Hann starfaði einnig sem fjármálastjóri kosningabaráttu Trumps. Mnuchin starfaði í 17 ár hjá Goldman Sachs og tók þátt í stofnun Dune Capital Management vogunarsjóðsins.