Skorri Rafn Rafnsson
Skorri Rafn Rafnsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fyrirtækið Móberg ehf hefur keypt íþróttavefinn Sport.is. Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Móbergs ehf, segir kaupin hafa gengið hratt í gegn enda passi Sport.is vel í rekstur fyrirtækisins. Ekki standi til að breyta vefnum nema þá eingöngu til að efla hann.

„Við erum ánægð að fá eins öflugan og sterkan vef og Sport.is í okkar umsjá en stefnan er að efla reksturinn á næstunni án þess þó að breyta áherslunum sem nú eru hjá vefnum. Þær breytingar sem verða sýnilegar á næstunni verða aðallega í formi aukins fréttaflutnings en ekki stendur til að breyta útliti eða innihaldi á næstunni,“ segir Skorri Rafn í tilkynningu.

Móberg ehf rekur marga af vinsælustu vefjum landsins en meðal þeirra eru Bland.is, 433.is, Hun.is, Hann.is og Barnaland.is. Sport.is bætist nú við þá fjölbreyttu flóru vefsvæða.