Móberg ehf. hefur keypt rekstur hönnunarfyrirtækisins WEDO og samþætt reksturinn inn í eigið hugbúnaðarfyrirtæki Expertia ehf. sem mun nú halda áfram rekstri undir merkjum WEDO ehf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

WEDO er hugbúnaðar- og hönnunarfyrirtæki á sviði upplýsingatækni og er með höfuðstöðvar í Reykjavík en rekur einnig starfsstöðvar í Króatíu. Kjarnastarfsemin er hugbúnaðarþróun, samþætting og þróun fjármála- og greiðslulausna fyrir fyrirtæki.

WEDO hefur undanfarið unnið fjölmörg verkefni fyrir aðila á borð við Bland.is, Netgíró, Betware, Almenna Lífeyrissjóðinn, Hun.is og Heimkaup.is, svo einhverjir séu nefndir.

„Sameiningin renndi styrkari stöðum undir þá starfsemi sem við vorum með fyrir og erum nú alhliða hugbúnaðarfyrirtæki sem getur sinnt stærstu og kröfuhörðustu viðskiptavinum sem oft vilja hafa fram- og bakendaþróun auk hönnunar í hæsta gæðaflokki hjá sama þjónustuaðila,“ segir Jóhann Kristjánsson, framkvæmdastjóri WEDO ehf.