Móberg ehf. hefur ákveðið að selja Heimkaup.is úr rekstri sínum. Kaupendur eru Guðmundur Magnason og fleiri fjárfestar, en þeir eignast fyrirtækið með kaupum sínum á Magna verslunum ehf., eiganda Heimkaup.is, Skífunnar og Gamestöðvarinnar.

Skorri Rafn Rafnsson forstjóri Móbergs segir söluna tengjast framtíðarsýn fyrirtækisins. „Móberg ætlar að einbeita sér að öðrum sviðum þ.á m. Bland.is, sem er vinsælasta sölutorg landsins, Netgíró ehf., tækni og hönnunar fyrirtækið WEDO ehf. og Mói Internet ehf. sem á 433.is, Sport.is, Hún.is og fleiri vefi,“ segir Skorri Rafn.

Nýr eigandi Heimkaup.is er Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Hann hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Sony Center, Office One og BT fram til ársins 2005. „Ég hef talsverða reynslu af hefðbundnum verslunarrekstri en hef mikla trú á möguleikum netverslunar á Íslandi. Markmið okkar er halda áfram uppbyggingu Heimkaup.is og vera leiðandi á þessu sviði hér á landi. Viðskiptavinir kunna vel að meta þægindin sem fylgja þessum verslunarmáta og tækifærin eru mikil,“ segir Guðmundur.

Heimkaup.is er með yfir 10.000 vörunúmer frá um 650 vörumerkjum og var stofnað fyrir rúmlega ári síðan.