*

fimmtudagur, 6. maí 2021
Innlent 12. maí 2016 11:41

Móberg selur Hópkaup

Magna verslanir, sem eiga Heimkaup, hafa keypt rekstur Hópkaupa af Móbergi ehf.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Magna verslanir, sem eiga Heimkaup, hafa keypt rekstur Hópkaupa af Móbergi ehf. Í tilkynningu félaganna segir að Heimkaup styrki með þessum kaupum stöðu sína og umsvif á netmarkaðnum. Hópkaup voru stofnsett árið 2012. 

„Móberg hefur rekið Hópkaup í rúmt ár en við viljum skerpa fókus fyrirtækisins, sem hefur í síauknum mæli beint sjónum sínum að því að þróa greiðslumiðlunarlausnir fyrir snjallsíma og internetið. Sala Hópkaupa er liður í því,“ segir Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Móbergs í tilkynningu til fjölmiðla.

Stikkorð: Hópkaup Heimkaup Móberg