Lánshæfismat Spánar, Ítalíu og Portúgals var lækkað hjá Moody´s matsfyrirtæki í gær og eru horfur neikvæðar. Einkunnir Slóvakíu, Slóveníu og Möltu lækkuðu einnig. Haft er eftir yfirmanni Moody´s í London að stjórnvöld ríkjanna hafi tekið skref í rétta átt en ekki nóg hafi verið gert hingað til. Fjallað er um málið á Bloomberg.

Lækkanir Moody´s eru taldar geta haft nokkur áhrif á einkunnir Frakklands og Bretlands hjá stofnuninni. Þannig eru auknar líkur taldar á að mat Moody´s lækki á næstu misserum.