Model 3 bíllinn frá Tesla hefur hlotið samþykki evrópskra yfirvalda og rafbílaframleiðandinn getur því formlega hafið sölu hans í álfunni.

Samkvæmt frétt Fortune um málið er Tesla mikið í mun að hefja sölu nýjustu tegundar bíla sinna, en Model 3 er hugsaður sem viðráðanlegri kaup fyrir marga en fyrri útgáfur, sem áttu það sameiginlegt að kosta dágóðan skilding.

Model 3 er helmingi ódýrari en sú útgáfa sem landsmenn þekkja líklega best af bílum Tesla, Model S.

Þá kemur fram að flutningaskip fullt af Model 3 bílum hafi þegar lagt úr höfn og sé komið áleiðis til Evrópu.