Sú niðurstaða sem nú er fengin með erlendar eignir Milestone eru mikil vonbrigði að sögn Guðmundar Ólafssonar framkvæmdastjóra hjá Milestone.

Guðmundur sagði að rekstur félaganna í Svíþjóð hefði gengið vel en vantraust gagnvart íslensku eignarhaldi væri algert. Því hefði ekki verið um annað að ræða en að selja eignir þar. Moderna Finance AB, dótturfélag Milestone ehf. í Svíþjóð, hefur undirritað samninga um sölu á skaðatryggingafélaginu Moderna Forsäkringar og sjóðstýringarfyrirtækinu Aktie-Ansvar. Þá stefnir félagið að því að selja líftryggingafélagið Moderna Liv og bankann Banque Invik.