Tekjur líftæknifyrirtækisins Moderna jukust um 9% á milli ára á öðrum ársfjórðungi. Námu tekjurnar 4,75 milljörðum dala, eða sem nemur 653 milljörðum króna. Þetta kemur fram í grein hjá Wall Street Journal.

Tekjur félagsins á fjórðungnum komu nánast eingöngu í gegnum sölu þess á Spikevax, bóluefninu gegn Covid. Fyrirtækið gerir ráð fyrir því að sala muni aukast á milli ára á síðasta ársfjórðungi 2022 vegna komu nýs bóluefnis félagsins gegn Covid.

Hagnaður Moderna dróst hins vegar saman á milli ára og fór úr 2,8 milljörðum dala niður í 2,2 milljarða dala. Minni hagnað félagsins má rekja til þess að rekstragjöld Moderna jukust um milljarð dala á milli ára, fóru úr 1,3 milljörðum dölum í 2,3 milljarða. Aukningin er meðal annars knúin áfram af útrunnu bóluefni að virði 500 milljón dala.

Gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 14,5% frá opnun markaða í dag og stendur í 184 dölum á hlut. Það hefur hins vegar lækkað um 22% frá áramótum.