Lyfjafyrirtækið Teva, sem er móðurfélag Actavis, tilkynnti í dag að það hyggðist loka verksmiðju í Ísrael en um 175 manns starfa í verksmiðjunni.

Áætlað er að verksmiðjan loki endanlega í mars á næsta ári en um helmingi starfsfólks verður sagt upp á næstu mánuðum.

Teva sagði að ekki hefði tekist að finna kaupanda á verksmiðjunni og því hafi verið ákveðið að loka henni stór hluti framleiðslunnar stóð ekki undir sér.

Teva er afar skuldsett og nema skuldir félagsins 34 milljörðum dala eða sem nemur tæpum 3.370 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Í desember tilkynnti félagið að það hyggðist endurskipuleggja reksturinn með þeim afleiðingum að 14.000 af 55.000 starfsmönnum félagsins yrði sagt upp.