Lyfjarisinn og móðurfélag Actavis, Teva, hefur verið sektað um 22 milljónir dollara, jafnvirði nærri 2,3 milljarða króna af stjórnvöldum í Ísrael mútugreiðslna til erlendra embættismanna. Mútunum var ætlað að tryggja viðskipti viðkomandi stjórnvalda við fyrirtækið.

Reuters greinir frá því að Teva hafi einnig greitt rúmlega hálfan milljarð dala vegna mútugreiðslna árið 2016. Bandarísk yfirvöld og lyfjaframleiðandinn gerðu með sér dómsátt um að Teva. Fyrirtækinu var gefið að sök að hafa greitt milljónir dala til embættismanna í Mexíkó, Rússlandi og Úkraínu til þess að auka sölu á vörum sínum meðal annars MS lyfinu Copaxone. Teva viðurkenndi í dómsáttinni að hafa mútað embættismönnum í Rússlandi til þess að hagnast um 65 milljónir aukalega í Rússlandi. Múturnar áttu sér stað í meira en áratug samkvæmt dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.