Haru Holding ehf., sem er móðurfélag Atlanta,  hefur keypt allt hlutafé í fraktflugfélaginu Bláfugli ehf. Sá hlutur var i eigu SPW ehf., sem var dótturfélag Miðengis, eignarhaldsfélags í eigu Íslandsbanka. PricewaterhouseCooper hafði umsjón með söluferlinu fyrir hönd seljanda.

Opið söluferli á Bláfugli hófst þann 22.febrúar í fyrra. Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylltu skilyrði þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.  Samningar eru gerðir með fyrirvara um endanlegt samþykki Samkeppniseftirlitsins.