Skiptum er lokið á þrotabúi félagsins Unity One ehf. og fékkst ekkert upp í kröfur, sem námu aðeins tæpum 7,9 milljónum króna. Félagið var í eigu Unity Investments ehf, sem var í eigu Baugs Group, FL Group og Kevins Stanford.

Unity One var stærsta eign Unity Investments og hafði aðallega fjárfest í hlutarbéfaafleiðum fyrir hrun. Síðasti ársreikningur Unity One er fyrir árið 2007. Það ár námu eignir félagsins 19,3 milljónum punda, andvirði um 3,4 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Skuldir námu hins vegar 65,8 milljónum punda og voru þær allar við móðurfélagið. Skuldir Unity One námu því alls 11,7 milljörðum króna, en móðurfélagið virðist ekki hafa gert kröfu í búið.

Í frétt vb.is frá því í nóvember í fyrra kemur fram að skuldir móðurfélagsins hafi í árslok 2007 numið 129,2 milljónum punda og voru skuldir við hluthafa þar veigamestar.