Móðurfyrirtæki íslenska gagnamiðlunarfyrirtækisins Datamarket var selt fyrir þrjá milljarða bandaríkjadali eða sem nemur 370 milljörðum íslenskra króna.

Viðskiptagreindarfyrirtækið Qlik keypti íslenska fyrirtækið fyrir tveimur árum og sagði Hjálmar Gíslason stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket á sínum tíma að kaupin þýddu að fyrirtækið væri í raun orðið útibú Qlik hér á landi. Qlik var keypt af fjárfestingarfélaginu Thoma Bravo LLC en hlutabréf þess hafa hækkað mikið síðan í mars. Þetta kemur fram í frétt RÚV .