Morgunblaðið mun gefa frá sér nýja viðtalsþætti undir nafninu Dagmál. Þetta kemur fram á forsíðukápu blaðsins í morgun en fyrsti þátturinn fer í loftið föstudaginn 26. febrúar næstkomandi. Þættirnir verða eingöngu aðgengilegir áskrifendum blaðsins.

Með þáttagerðinni hyggst Morgunblaðið „koma til móts við breytta neysluhætti sem fylgja nýrri tækni og nýjum tímum“, en fram kemur að fleiri lesendur blaðsins lesa það nú á skjám og snjalltækjum.

Þá tilkynnti Árvakur, móðurfélag Morgunblaðisins, einnig um ráðningu fjögurra nýrra starfsmanna í morgun.

  • Ágúst Héðins­son verður verk­efna­stjóri á markaðssviði, en hann er fyrrverandi fram­kvæmda­stjóri 365 miðla.
  • Brynj­ólf­ur Löve Mo­gens­son verður verk­efna­stjóri sam­fé­lags­miðla en hann er helst þekktur undir nafninu Binni Löve á samféalgsmiðlum. Síðastliðin þrjú ár hefur hann starfað sta­f­rænu aug­lýs­inga­stof­unni KIWI sem sér­fræðing­ur á sta­f­ræn­um miðlum.
  • Eygló Jóns­dótt­ir verður verk­efna­stjóri í áskrift­ar­deild. Eygló hef­ur áður starfað á auglýsingadeild Íslenska út­varps­fé­lags­ins, eigandi hjá al­manna­tengsla­fyr­ir­tæk­is­ins Franca, og starfsmaður hjá Vefpress­unni og Frjálsri fjöl­miðlun.
  • Klara Íris Vig­fús­dótt­ir tek­ur við starfi starfs­manna­stjóra Árvak­urs. Klara var for­stöðumaður flug­freyja og -þjóna hjá Icelanda­ir frá ár­inu 2017 og for­stöðumaður hjá Ferðaskrif­stofu Íslands á ár­un­um 2015-2017 og sem fram­kvæmda­stjóri ÍMARK á ár­un­um 2013-2015.

Svo virðist sem um sjö mismunandi þætti verði að ræða hjá Morgunblaðinu en þeir eru eftirfarandi:

  • Viðskipti í umsjón Stefáns Einars Stefánssonar
  • Íþróttir í umsjón Bjarna Helgasonar
  • Listir í umsjón Ragnhildar Þrastardóttur
  • Þjóðmál í umsjón Andrésar Magnússonar
  • Hagsmunamál í umsjón Bjartar Ólafsdóttur
  • Menning í umsjón Árna Matthíassonar
  • Umbúðalaust í umsjón Eggerts Skúlasonar

Dagmál, viðtalsþættir mbl.is
Dagmál, viðtalsþættir mbl.is
Skjáskot úr auglýsingunni sem birtist með Morgunblaðinu í dag.