Arðgreiðsla úr B-deild stofnsjóðs Sláturfélags Suðurlands getur aldrei orðið hærri en 12.403.500 krónur. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá félaginu og er niðurstaða nýs mats sem endurskoðunafyrirtækið Deloitte vann fyrir stjórn Sláturfélagsins.

Eins og greint var frá á vb.is 14. mars sl. hafa hluthafar meira en 10% hlutafjár gert kröfu um arðgreiðslu úr stofnsjóði og var áður talið að sú greiðsla gæti numið rúmum 14,3 milljónum króna eða 7,17%. Samkvæmt mati Deloitte er óráðstafað eigið fé eins og áður segir 12,4 milljónir og getur arðgreiðslan því numið 6,2% samþykki aðalfundur kröfuna.