Í nýbirtri fundagerð frá fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í gær þar sem samið var við kröfuhafa sveitarfélagsins kemur fram að náist ekki samkomulag við kröfuhafa, um þau þau skilyrði sem sett voru fram á fundum, fyrir 15. apríl nk. verði óskað eftir því að sveitarfélaginu verði skipuð fjárhaldsstjórn.

Á bæjarráðsfundinum í gær voru lögð fram drög að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu Reykjanesbæjar og stofnana hans. Samkomulagið byggir á áætlunum sveitarfélagsins og viðræðum við kröfuhafa. Það gerir ráð fyrir aðilar að samkomulaginu færi niður skuldir og/eða skuldbindingar Reykjanesbæjar og stofnana hans með beinni niðurfærslu samtals að fjárhæð kr. 6.350 milljarða.

Samkomulagið gerir ráð fyrir að óveðtryggðir kröfuhafar Reykjanesbæjar samþykki 50% niðurfærslu af skuldum og/eða skuldbindingum sínum við Reykjanesbæ og stofnanir hans. Auk þess er gert ráð fyrir að fjárhagslegir kröfuhafar Reykjaneshafnar samþykki að gefa eftir 45% af kröfum sínum.