*

þriðjudagur, 22. september 2020
Erlent 16. júní 2020 07:12

Möguleg lækkun atvinnuleysisbóta

Ríkisstjórn Donald Trump vill enda þá viðbótar greiðslu sem atvinnulausir hljóta, að öllu óbreytta mun hún enda 31. júlí n.k.

Ritstjórn
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
epa

Ríkisstjórn Donald Trump vill binda enda á þá viðbótar greiðslu sem atvinnulausir aðilar í Bandaríkjunum nú hljóta. Viðbótar greiðslan nemur 600 Bandaríkjadölum, eða um 80 þúsund íslenskum krónum.

Viðbótin var sett á vegna atvinnuleysisins sem myndast í kjölfar kórónufaraldursins, en að öllu óbreyttu átti henni að ljúka 31. júlí næstkomandi. Ríkisstjórnin hefur greint frá því að þau telji viðbótina hafa letjandi áhrif til vinnu. Fremur myndu þau vilja greiða þeim sem fá vinnu bónusgreiðslu. Frá þessu greinir CNBC.

Útfærsla breytingarinnar hefur ekki verið ákveðin en meðal þeirra hugmynda sem hafa verið nefndar er vikuleg greiðsla sem nemur 450 dollurum sem myndi bætast við laun aðilans. Annar möguleiki væri að greiða fólki 1.200 dollara eingreiðslu við ráðningu.

Demókrataflokkurinn hefur barist fyrir því að núverandi fyrirkomulag verði framlengt til næsta árs eða að lækka viðbótar greiðsluna samhliða lækkun atvinnuleysis.

Um 30 milljónir Bandaríkjamanna eru án atvinnu sem gerir um 13,3% af vinnumarkaðinum. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur því aldrei verið meira síðan í Kreppunni miklu.