Dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea gæti orðið einn eigenda fyrirhugaðs hótels sem reisa á við hlið Hörpu.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en félagið er í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í hundrað hótelum í öllum helstu borgum Evrópu.

Þá kemur einnig fram að það sem hefur aðallega staðið í vegi fyrir aðkomu Ikea að byggingu hótelsins við Hörpu er að Ikea-samstæðan heimilar ekki fjárfestingar á Íslandi.

Fram kemur að Ikea hafi fyrr á þessu ári lýst því yfir að samstæðan ætlaði að byggja yfir hundrað hótel í Evrópu á næstu árum. Alls áætlar Ikea að setja um 150 milljarða króna í það verkefni.

Sjá nánar á Vísir.is