*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 21. nóvember 2019 07:07

Samherji misnotaði mögulega DNB

Kjerstin Braathen, forstjóri norska bankans DNB, lítur Samherja-málið alvarlegum augum og útilokar ekki misnotkun.

Ritstjórn
Kjerstin Braathen, forstjóri norska bankans DNB, svaraði spurningum um Samherjamálið í gær.
european pressphoto agency

Forstjóri DNB, stærsta banka Noregs, Kjerstin Braathen, svaraði í gær spurningum um Samherja-málið í fyrsta skipti síðan málið komst í hámæli fjölmiðla í síðustu viku. Braathen segist líta málið alvarlegum augum í viðtali við norska dagblaðið Dagens Næringsliv. Hún segir DNB ekki liggja undir grun í málinu en útilokar þó ekki að bankinn kunni að hafa verið misnotaður.  RÚV vakti fyrst athygli á þessu. 

Bankinn hefur verið í kastljósi norskra fjölmiðla síðan ásakanir á hendum Samherja birtust opinberlega í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar. Málið hefur verið kalla stærsta peningaþvættishneyksli í sögu norsku þjóðarinnar og í gær skoraði fjármálaráðherra Noregs á stjórnendur bankans að leggja öll spil á borðið og kallaði eftir að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. 

Samherja-skjölin sýna að Samherji millifærði af reikning sínum hjá DNB greiðslur sem taldar eru hafa verið mútur til namibískra stjórnmálamanna. 

Braathen neitað að tjá sig um mál Samherja og viðskipti félagsins, en hét fullri aðstoð bankans við rannsókn málsins.

Stikkorð: Noregur Samherji DNB