Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist geta unnið með Bretum að því að endurbæta Evrópusambandið. Það verði hins vegar ekki auðvelt verk.

Merkel hitti David Cameron, forsætisráðherra Breta, í ráðherrabústaðnum í Lundúnum í dag. Cameron sagði líka að það væri unnt að gera breytingar á Evrópusambandinu.

Merkel ávarpaði breska þingið í dag og drakk síðan te með Elísabetu drottningu Breta.

Cameron hefur sagt að hann vilji láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir lok árs 2017 um það hvort Bretar eigi að vera áfram innan ESB.

Ítarlegri frétt um málið er á vef BBC.