Fréttamiðillinn Bloomberg greinir frá því dag að nú standi yfir samningaviðræður við félag sem hafi áhuga á að kaupa rekstur Tata steel í Bretlandi. Samkvæmt talsmanni yfirvalda eru samningaviðræðurnar á byrjunarstigi og mun framhald þeirra skýrast í vikunni.

Uppi varð fótur og fit í bresku samfélagi í síðustu viku þegar indverska stálfélagið Tata tilkynnti að það hyggðist selja rekstur sinn í landinu sem undanfarið hefur skilað tapi. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir stáliðnaðinn í Bretlandi en 40.000 manns starfa fyrir félagið.

Bresk yfirvöld hafa lagt mikið up úr því að málið verði leyst farsællega og að kaupandi finnist sem fyrst.

Fyrirtækið Liberty House hefur nú þegar náð samningum um kaup á tveimur minni verksmiðjum Tata sem staðsettar eru í Skotlandi. Hinsvegar hafði verið talið að erfiðara gæti  reynst að finna kaupendur fyrir starfsemi félagins í Scunthorpe og Port Talbot.