Danski bankinn Fjordbank Mors varð gjaldþrota fyrir helgi. Um er að ræða lítinn banka í Danmörku en afleiðingarnar gætu orðið miklar því ný bylgja af bankagjaldþrotum getur verið í uppsiglinu í Danmörku. Fjallað er um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag.

Kaupmannahofn
Kaupmannahofn
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Johannes Raaballe lektor í hagfræði við háskólann í Árósum bendir á að ef skoðuð eru ársuppgjör dönsku bankanna síðustu þrjú ár komi í ljós að nokkrir þeirra eru í verulegum vandræðum.

Þá segir Raaballe að 4 til 5 bankar séu á því sem hann kallar rautt svæði og að álíka fjöldi sé að komast á þetta svæði. Segir Raaballe ástæðuna fyrir þessu vera björgunaraðgerðir danskra stjórnvalda fyrir bankakerfið í fjármálakreppunni sem hafa gert það að verkum að mörgum bönkum hafi verið haldið á lífi í þegar skynsamlegast var að láta þá fara í þrot.

Raaballe segir að annað hvort þurfi þessir bankar að sameinast heilbrigðari bönkum eða hætta starfsemi. Þetta kemur fram á Vísi.is.