*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Innlent 3. október 2016 13:15

Möguleiki á nýju siglfirsku flugfélagi

Möguleikinn á því að stofna siglfirskt flugfélag er til skoðunar í kjölfar þess að flugvöllurinn þar kemur að öllum líkindum til með að opna á ný.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Róbert Guðfinnsson, sem hefur beitt sér fyrir mikilli uppbyggingu á Siglufirði, telur mikilvægt að landsbyggðin fái tengingu við millilandaflug. Áður hefur Róbert til að mynda staðið fyrir opnun Sigló Hótel. Þetta kemur fram á vef Túrista.is.

Í fréttinni kemur einnig fram að ferðamenn geti ekki flogið til Siglufjarðar eins og mál standa, þar sem að flugvelli bæjarins var lokað fyrir tveimur árum. Róbert segist hafa rætt við stjórnmálamenn og í samgönguáætlun sé nú gert ráð fyrir að flugvöllurinn opni að nýju.

Í framhaldinu segir hann líklegt að aðilar á Siglufirði skoða hvort þeir fari út í flugrekstur í innanlandsflugi.