Jólaverslunin í Nexus gekk mjög vel og mun betur en árið 2010, að sögn eigandans og framkvæmdastjórans Gísla Einarssonar.

Gísli Einarsson
Gísli Einarsson

„Við erum ekki í sömu stöðu og margar sérverslanir þar sem desemberverslunin ræður úrslitum um það hvort þær lifa eða deyja, en hún hefur þó orðið mikilvægari á síðustu árum.“

Hann segir að sú leið sem farin sé í Nexus sé að bjóða upp á mjög mikið úrval bóka og annarra vara í stað þess að reiða sig á að moka út miklu magni af fáum titlum.

„Við opnuðum netverslun skömmu fyrir jól þar sem við erum með á sjöunda þúsund vara og kom það okkur á óvart hve mikið seldist í gegnum hana. Við mokuðum út vörum fram á síðasta dag fyrir jól.“