Skortur hefur verið á nógu harðri möl á Austfjörðum vegna byggingaframkvæmdanna á Reyðarfirði og hefur mölin, sem notuð heftur verið, verið flutt inn frá Noregi. Nú hefur verið brugðið á það ráð að ná í möl til Hornafjarðar í von um að hún dugi betur.

Færeyska skipið Vitin lestaði eitt þúsund tonnum af steypumöl í Hornafirði um síðustu helgi og var farið með mölina til Reyðarfjarðar. Þetta er steypumöl sem dælt var upp úr Hornafjarðarós við síðustu dýpkun. Um er að ræða tilraunasendingu en sérfræðingar MB Vallár munu meta gæði efnisins og styrkleika.