Allar helstu hlutabréfavísitölur Evrópu hafa tekið við keflinu frá Asíu og Bandaríkjunum og lækkað það sem af er degi. Líkt og annars staðar halda fjárfestar að sér höndum og bíða niðurstöðu leiðtogafundar ESB um helgina. Þá hafa fréttir þess efnis að Frakkar og Þjóðverjar deili um neyðarsjóðinn valdið óvissu.

Alls staðar er lækkunin um 1% nema í Stokkhólmi sem skýrist af góðu uppgjöri Ericsson.