*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 24. febrúar 2014 12:51

Möltubúar fjalla um ummæli Vigdísar

Vigdís Hauksdóttir hélt því fram í gær að ESB væri á barmi hungursneyðar og að Malta væri ekki sjálfstætt ríki.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ummæli  Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis og þingmanns Framsóknarflokksins, um Möltu um helgina hefur vakið athyli Möltu-búa. Vigdís sagði í þættinum Mín skoðun í gær Evrópusambandið væri á barmi hungursneyðar og hélt því sömuleiðis fram að Malta væri eins og Vestmannaeyjar, eyja sem nyti ekki sjálfstæðis. 

Í netritinu Times of Malta er tekið fram að Vigdís hafi ekki vilja segja stjórn hvaða ríkis Malta eigi að lúta. Þá er bent á að fjölmiðlar hafi brugðist við röngum fullyrðingum Vigdísar með hraði og leiðrétt hana. 

Skjáskot af frétt Times of Malta þar sem fjallað er um Vigdísi Hauksdóttur og ummæli hennar.