*

laugardagur, 24. júlí 2021
Erlent 10. júní 2021 08:02

Móna Lísa frímerkja selt á milljarð

Hlutabréf Stanley Gibbons hækkuðu um 7,5% í gær eftir að tilkynnt var um kaup fyrirtækisins á frímerkinu Magneta.

Ritstjórn
Frímerkið Magneta frá Bresku-Gvæjana var síðast til sölu árið 2014 þegar það fór á 9,5 milljónir dala, sem var metfjárhæð á þeim tíma.
epa

Verðmætasta frímerki heims var nýlega selt fyrir 8,3 milljónir dala, sem jafngildir einum milljarði króna. Um er að ræða frímerkið eins senta Magneta frá Bresku-Gvæjana, þekkt sem Móna Lísa í heimi frímerkjasafnara. Frímerkið var gefið út árið 1856 og er það eina sinnar tegundar, að því er kemur fram í frétt Financial Times

Kaupandinn er 165 ára fyrirtækið Stanley Gibbons sem sérhæfir sig í smásölu á frímerkjum til söfnunar. Kaupverð frímerkisins nemur um þriðjungi af markaðsvirði Stanley Gibbons. Fyrirtækið hyggst bjóða fjárfestum að kaupa hlut í frímerkinu sem hluti af vegferð þess í átt að stafrænni söfnun. Hlutabréf Stanley Gibbons hækkuðu um 7,5% í London kauphöllinni í gær. 

Á uppboðinu sem haldið var af Sotheby‘s í New York keypti David Rubenstein, stofnandi framtakssjóðsins Carlyle Group, blokk af „öfugu Jenný“ frímerkjunum fyrir 4,9 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 600 milljónum króna, sem er metfjárhæð fyrir bandarísk frímerki. Öfuga Jenný var gefin út árið 1918 og ber mynd af flugvél á hvolfi vegna prentvillu. 

Hin frægu „öfugu Jenný“ frímerkin.  

Stikkorð: Öfuga Jenný Magneta Frímerki