Bandaríski sáðkornaframleiðandinn Monsanto hefur hafnað 64 milljarða dala tilboði Bayer AG. Fyrirtækið vill engu að síður hefja frekari viðræður við þýska lyfjarisan. Stjórnendur Monsanto telja tilboðið ekki nægilega gott fyrir hluthafa félagsins.

Bayer hafði nýlega hækkað tilboð sitt úr 122 dölum á hlut, í 125 dali á hlut. Þýska stórfyrirtækið hafði einnig boðið Monsanto þrá milljarða í tryggingu, ef salan myndi ekki ganga í gegn af þeirra hálfu.

Hlutabréf í Monsanto hafa hækkað lítillega í dag, enda búast markaðir við hærra tilboði frá Bayer. Hlutabréf í lyfjaframleiðandanum hafa aftur á móti lækkað um rúma prósentu, þar sem fjárfestar búast við því að næsta tilboð Bayer verði of hátt.

Ráðgjafar Monsanto eru ekki af verri endanum, en þar má sjá nöfn á borð við Morgan Stanley & Co, Ducera Partners, Lipton og Rosen & Katz.