Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men skipar 3. sæti á Billboard-metsölulistanum með nýjustu plötu sína, Beneath the Skin.

Platan seldi 61 þúsund eintök í fyrstu viku og er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemst svo hátt á listann. Fyrsta plata hljómsveitarinnar komst í 6. sæti listans með 55 þúsund eintök seld á einni viku.

Í 1. sæti listans situr breska hljómsveitin Muse með plötuna Drones sem seldist í 84 þúsund eintökum en í 2. sæti er Taylor Swift með plötuna 1989 og seldist hún í 64 þúsund eintökum. Í sætum 4 til 6 sitja svo Florence and the Machine, Rolling Stones og Ed Sheeran.