Elsti banki heims, hinn ítalski Monte dei Paschi, verður að að safna 5 milljörðum evra fyrir lok þessa árs til þess að koma í veg fyrir þjóðnýtingu. Í yfirlýsingu bankans kemur fram að bankinn hyggist gefa út ný hlutabréf. Bankinn setur jafnframt fram áætlun um endurskipulagningu.

Bankinn bað um þriggja vikna frest til þess að hafa upp á fjármagni til að halda starfsemi áfram og hefur til 20. janúar næstkomandi til að hafa upp á fénu. Seðlabanki Evrópu er sagður hafa neitað beiðni bankans.

Samkvæmt heimildum Reuters fréttastofunnar neitaði Seðlabankinn ítalska bankanum um frest vegna vantrúar hans á því að bankinn næði settum markmiðum og taldi að það væri undir ítölskum stjórnvöldum að bjarga bankanum.

Monte dei Paschi er einn af þeim ítölsku bönkum sem er í gífurlega slæmri stöðu vegna lána sem bankinn mun að öllum líkindum aldrei geta endurheimt. Bankinn reynir nú að losa sig við lánin með því að selja fjárfestum þau. Ítölsku bankarnir reyna nú í óða önn að endurfjármagna sig til þess að styrkja undir fjárhagslegar stoðir sínar.