Matsfyrirtækið Moody´s endurskoðar nú lánshæfismatseinkunn Landsbankans til mögulegrar lækkunnar.

Lánshæfismatseinkunn Landsbankans er A2 / C-, en er endurskoðuð með mögulega lækkun í huga. Einkunn vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans, P-1, hefur hins vegar verið staðfest, en það er hæsta einkunn sem gefin er af Moody´s.

Ástæðan fyrir endurskoðuninni er í tilkynningu frá Moody´s sögð vera sú að vegna smæðar íslenska hagkerfisins telji fyrirtækið ólíklegt að vandræði Glitnis séu einöngruð. Framvinda mála í Glitni gæti haft áhrif á íslenska bankakerfið í heild sinni.