Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefur lagt fram tillögu, að nýju lánshæfismatskerfi á flóknum skuldavafningum, sem myndi byggjast á tölum í stað bókstafa.

Hið nýja kerfi myndi hins vegar innihalda sama fjölda einkunna, - 21 - en sumir markaðsaðilar hafa haldið því fram, að sú skipan hafi orðið til þess að rugla fjárfesta í ríminu.

Í frétt Financial Times er haft eftir Ron D´Vari, sérfræðingi hjá BlackRock, að með því að búa til mismunandi einkunnaskala fyrir fjármálaafurðir væri grafið undan því markmiði, sem einkunnirnar eigi að skila.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .