Lánshæfismatsfyrirtækið Moody´s tilkynnti í dag að það myndi breyta horfum sínum á lánshæfismat Íbúðalánasjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Þetta var gert í kjölfar þess að breytingar urðu á horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar fyrr í dag.

Lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs hjá Moody´s er því sem stendur Baa3 og lækkar úr Baa1--. Í rökstuðningi ákvörðunarinnar segir að vegna náinna eignartengsla Íbúðalánasjóðs við íslenska ríkið sé nauðsynlegt að einkunn hans fylgi því þegar lánshæfismat ríkissjóðs lækkar.